Ástin í lífi mínu
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2007 | 269 | 1.750 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2007 | 269 | 1.750 kr. |
Um bókina
Theo og Antonio heillast hvor af öðrum við fyrstu kynni. Theo er háskólastúdent og Antonio töfrandi útlagi frá Chile þegar þeir hittast í Bretlandi á níunda áratugnum. Antonio er á flótta undan ógnarstjórninni í Chile og ungir og baráttuglaðir leysa vinirnir vanda heimsins á börunum í Soho. Þeir efast ekki um að hugsjónir eigi eftir að verða þeirra leiðarljós í lífinu um ókomna tíð og heita hvor öðrum ævilangri tryggð og vináttu.
Klara kemur til Englands með móður sinni eftir að faðir hennar hverfur af völdum harðstjórnarinnar í Chile. Þegar þau Theo hittast fyrsta sinni er það ást við fyrstu sín. En Antonio elskar hana líka. Vinirnir keppa um hylli hennar og eftir að sigur vinnst tekur við fimmtán ára þögn. En þá fær Theo boð frá Antonio um að koma til Chile og hitta sinn gamla vin. Og konuna hans: Klöru.
Saga um ást, vináttu og væntingar á róstursömum tímum. Bókin var valin bók ársins í Chile þegar hún kom út árið 2005, hefur farið sigurför um hinn spænskumælandi heim og verið þýdd á ótal tungumál.