Ástin á tímum kólerunnar
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2008 | 304 | 2.290 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2008 | 304 | 2.290 kr. |
Um bókina
Ástin á tímum kólerunnar gerist í litskrúðugri hafnarborg við Karíbahafið undir lok 19. aldar og á fyrstu áratugum síðustu aldar. Þetta er einstæð ástarsaga um Florentíno Aríza sem verður á unga aldri gagntekinn af hinni ómótstæðilegu Fermínu Daza og bíður hennar í hálfa öld.
Og lesandinn bíður líka, sífellt spenntari en þó um leið vondaufari, og nýtur á meðan ólgandi og stórbrotinna ævintýra sem sagnameistarinn Márquez reiðir fram – frásagna af skákmanninum og útlaganum Jeremíah de Saint-Amour og kynblendingsstúlkunni, af Júvenal Úrbíno lækni og páfagauknum hans, af Kínverjanum sem vann bókmenntaverðlaun Gullorkídeunnar, af baráttunni við kóleruna og mörgu fleiru – uns komið er að leiðarlokum í siglingu eftir hinu mikla Magdalenufljóti.
Hér er á ferð heillandi skáldsaga eftir kólumbíska Nóbelsverðlaunhafann Gabriel García Márquez þar sem lesandinn hrífst með straumi frásagnarinnar inn í nýja og seiðandi töfraheima.
Bókin kemur út í kiljuseríunni „Erlend klassík“ en það er Guðbergur Bergsson sem þýðir.