Artemis Fowl – Berserkjahliðið
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2014 | 332 | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2014 | 332 | 990 kr. |
Um bókina
Valdasjúki grikkálfurinn Ópal Kóbó leggur á ráðin um útrýmingu mannkyns og ætlar sér að verða drottning hulduvera. Takist henni það rísa andar illskeyttra berserkja upp frá dauðum, taka sér bólfestu í næsta lausa líkama og valda gríðarlegri tortímingu. En hvað gerist ef næstu líkamar eru krákur eða hirtir eða greifingjar – eða tveir forvitnir strákar sem heita Myles og Beckett Fowl?
Já, þú last rétt. Fjögurra ára bræður glæpasnillingsins Artemis Fowl gera hér tilraun til að útrýma mannkyninu. Geta Artemis og Hollý Short, varðstjóri í lögregluliði hulduvera, stöðvað Ópal og komið í veg fyrir heimsendi? Eoin Colfer veldur óþreyjufullum aðdáendum sínum síður en svo vonbrigðum með kraftmiklu og fjörugu uppgjöri í Berserkjahliðinu, áttunda og síðasta bindi bókaflokksins um Artemis Fowl.
Guðni Kolbeinsson þýddi.
„… ein besta bók Eoin Colfer.“
The Guardian
„Ólíkt Harry Potter er Artemis andhetja. Til að ná fram glæpsamlegum markmiðum reiðir hann sig ekki á töfrasprota heldur gáfur sínar og græjur sem James Bond myndi slefa af öfund yfir.“
Publishers Weekly