Andi Reykjavíkur

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2008 2.325 kr.
spinner

Andi Reykjavíkur

2.325 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2008 2.325 kr.
spinner

Um bókina

Í Anda Reykjavíkur fjallar Hjörleifur Stefánsson arkitekt af fagmennsku og innlifun um byggingarsöguleg einkenni Reykjavíkur og leitast við að skýra tilurð borgarinnar. Hann skoðar hvað hefur farið miður í þróuninni og hvers vegna við höfum ekki umgengist miðbæinn af umhyggju fyrir sögulegu hlutverki hans og byggt hús í takt við það gildismat sem hæfir menningu okkar.

Einn helsti styrkur bókarinnar er hversu beinskeyttur og aðgengilegur textinn er. Hjörleifur dregur ekkert undan og er gagnrýninn á núverandi ástand. Í bókinni segir meðal annars: „Ástand miðbæjarins er um þessar mundir vægast sagt skelfilegt og hverjum manni augljóst að eitthvað hefur farið illa úrskeiðis. […] Af andvaraleysi eða skorti á staðfestu hefur hann orðið að vígvelli brasks og sora. Hann hefur smám saman snúist upp í andhverfu þeirra gilda sem ættu að einkenna hann.

Að mati Hjörleifs liggur sökin að hluta til hjá stjórnmálamönnum: „Þegar stefna í skipulagsmálum hefur verið mótuð og samþykkt er hún oft kynnt sem metnaðarfullur ásetningur sem staðfesti einarðan framfaravilja stjórnmálamanna. Þegar í ljós kemur að stefnan er sniðgengin í framkvæmd er nærtækara að kalla hana lýðskrum því hún villir um fyrir almenningi.“

Hjörleifur Stefánsson arkitekt hefur skrifað og ritstýrt nokkrum bókum um íslenska byggingarlist. Þeirra á meðal er Kvosin. Byggingarsaga miðbæjar Reykjavíkur (1982), Akureyri. Fjaran og Innbærinn. Byggingarsaga (1986) og Af norskum rótum. Gömul timburhús á íslandi (2003). Einnig hefur hann fengist við rannsóknir á íslenskri byggingarlistasögu og varðveislu byggingarminja auk þess að starfa við fag sitt.

Andi Reykjavíkur er þarft innlegg í umræðu sem hefur stigmagnast á síðustu mánuðum og árum, nú síðast í umræðunni um fyrirhugaða nýbyggingu Listaháskóla Íslands við Laugaveg, og í uppkaupum borgarstjórnar á húsunum við Laugaveg 4 og 6.

JPV útgáfa gefur út.

„Bók sem kemur öllum landsmönnum við.“
Víðsjá 3. september 2008.

Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning