Amtmaðurinn á Einbúasetrinu
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2008 | 3.100 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2008 | 3.100 kr. |
Um bókina
Amtmaðurinn á Einbúasetrinu eftir Kristmund Bjarnason er ævisaga Gríms Jónssonar. Hún er í senn saga Íslands á síðustu árum danskrar einvaldsstjórnar og einkar fróðleg frásögn af margbrotnum persónuleika; manni sem talinn var hrokafullur en valdi sér legstað í fátækrareit. „Danski Grímur dáinn er, húrra, húrra!“ var ort við andlát hans en Ísland átti þó hug hans allan og þangað hvarf hann, sjúkur á sál og líkama, þegar kreppti að í einkalífinu.
Grímur Jónsson var einn æðsti valdsmaður Íslands á fyrri hluta 19. aldar, tvívegis amtmaður norðan og austan, sat á Möðruvöllum í Hörgárdal og kom víða við í íslensku þjóðlífi. Hann hafði mikinn áhuga á hvers kyns framfaramálum en fáfræði og íhaldssemi var eitur í beinum hans. Grímur var þó jafnframt konunghollur embættismaður sem blöskraði sjálfræðishneigð alþýðu og þegar vindar þjóðfrelsis bárust til Íslands frá meginlandi Evrópu hlaut að skerast í odda: Skagfirskir bændur riðu norður að Möðruvöllum til að krefjast afsagnar hans. Tveimur vikum síðar var hann allur.
Kristmundur Bjarnason fræðimaður á Sjávarborg rekur hér ævi Gríms og störf, segir frá ætt og uppruna, skólagöngu, hermennskuferli, embættisverkum og átakamálum en einnig hjónabandi Gríms, fjölskyldu, skuldabasli og erfiðleikum. Hann leitar víða fanga í heimildum og styðst meðal annars við bréf og dagbækur til að rýna ofan í sálakirnur manna.
6 umsagnir um Amtmaðurinn á Einbúasetrinu
Elín Pálsdóttir –
„Enginn efi leikur á því að Grímur Jónsson var meðal merkustu Íslendinga á fyrri hluta 19. aldar… Ein besta ævisaga sem ég hef lesið lengi. Verð undrandi ef betri ævisaga kemur út á þessu ári.“
Jón Þ. Þór / DV
Elín Pálsdóttir –
„Bókin er einstaklega vel skrifuð og reyndar er fátítt að lesa bækur sem eru á jafn góðri íslensku … Kaflinn sem lýsir brunanum á Möðruvöllum er beinlínis glæsilega skrifaður … Það er nokkuð undarlegt að þessi merka ævisaga hafi ekki verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna því það hefði hún sannarlega átt skilið. Það er engan veginn of sterkt til orða tekið að segja þessa bók vera ævisögu ársins.“
Kolbrún Bergþórsdóttir / Morgunblaðið
Elín Pálsdóttir –
„Bók um merkilegan mann … Heljarmikil saga … Gríðarleg heimild.“
Gestur Einar / Morgunútvarp Rásar 2
Elín Pálsdóttir –
„Þetta er mjög fín ævisaga … eitthvert ítarlegasta verk sem til er á íslensku núna um embættismenn á 19. öld.“
Páll Baldvin Baldvinsson / Kiljan
Elín Pálsdóttir –
„Þetta er frábær ævisaga … Þetta er ævisagan í ár… gríðarlega vel unnin, skemmtileg og hún er skrifuð á einstaklega fallegri íslensku … svo lesendavæn bók.“
Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan
Elín Pálsdóttir –
„Það er löngu tímabært að fá ævisögu Gríms amtmanns upp í hendurnar … ríkulegur efniviður … í meðferðum Kristmundar verður ljóst hvers ævisagan er megnug … tök Kristmundar á efninu í Amtmanninum á Einbúasetrinu eru sannarlega engin lausatök … málfarið er allt kjarngott og rismikið án þess að virka nokkurs staðar uppskrúfað eða tilgerðarlegt … bókin er afrakstur hálfrar aldar rannsókna, að minnsta kosti, og nú þegar Kristmundur er búinn að reisa Grími Jónssyni þennan mikla bautastein er auðvitað bara að vona að yngri fræðimenn taki við keflinu.“
Hjalti Snær Ægisson / Víðsjá