Ameríka
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2021 | 368 | 3.490 kr. | ||
Rafbók | 2021 | 1.990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2021 | 368 | 3.490 kr. | ||
Rafbók | 2021 | 1.990 kr. |
Um bókina
Karl Rossmann er unglingspiltur sem kemur yfir hafið frá Evrópu til New York, staðráðinn í að standa sig vel í nýja heiminum en lendir í lygilegum ævintýrum og slagtogi við óráðvanda menn. Sjálfsbjargarviðleitni Karls leiðir hann stöðugt á óvæntar brautir og saga hans er bæði framandleg og fyndin.
Þegar Franz Kafka lést skildi hann eftir sig þrjár ófullgerðar skáldsögur sem komu fyrst út eftir hans dag: Réttarhöldin, Höllina og þessa sögu sem var án titils en hlaut nafnið Ameríka þegar hún birtist fyrst árið 1927. Í seinni tíð hefur hún einnig komið út undir heitinu Der Verschollene (Horfinn).
Ástráður Eysteinsson og Eysteinn Þorvaldsson þýddu söguna og rituðu fróðlegan eftirmála í fyrstu útgáfu hennar á íslensku árið 1998. Nú hefur Ástráður endurskoðað þýðinguna og ritað nýjan eftirmála sem hér birtist auk hins eldri.
Franz Kafka (1883–1924) fæddist í Prag og lifði mikla umbrotatíma. Hann var lögfræðingur að mennt og starfaði lengst af hjá tryggingafyrirtæki. En ritsmíðar voru honum ástríða og lífsnauðsyn og í þeim kannaði hann ótryggar slóðir sem sett hafa mark sitt á heimsmynd nútímans.