Almenn sálfræði – Hugur, heili, hátterni

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2003 512 6.290 kr.
spinner

Almenn sálfræði – Hugur, heili, hátterni

6.290 kr.

Almenn sálfræði
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2003 512 6.290 kr.
spinner

Um bókina

Almenn sálfræði – Hugur, heili, hátterni er glæsileg og vönduð kennslubók í sálfræði eftir Aldísi U. Guðmundsdóttur og Jörgen L. Pind.

Í bókinni er litið yfir meginsjónarmið nútímasálfræði. Fjallað er um skilgreiningu fræðigreinarinnar og viðfangsefni, sögu hennar og einstök viðfangsefni, eins og nám og minni og hlutverk heilans og skynfæranna í sálarlífinu. Farið er ítarlega í efni eins og sjón og heyrn, svefn og drauma, auk heilans og taugakerfisins. Loks er komið inn á hagnýtari svið og gerð grein fyrir rannsóknaraðferðum, siðferði og tölfræðilegum útreikningum. Leitast er við að lífga umfjöllunina með innskotsgreinum um forvitnileg efni og með því að beina kastljósi að ótalmörgum frumkvöðlum innan sálfræðinnar.

Bókin er prýdd fjölmörgum ljósmyndum, skýringarmyndum, gröfum og línuritum. Ensk-íslenskur og íslensk-enskur orðalisti kemur að góðum notum fyrir alla sem lesa sér til um sálfræði á erlendum málum.

Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning