Aftur og aftur
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Hljóðbók - streymi | 2021 | App | 1.490 kr. | Setja í körfu | |
Innbundin | 2017 | 309 | 3.490 kr. | ||
Rafbók | 2017 | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Hljóðbók - streymi | 2021 | App | 1.490 kr. | Setja í körfu | |
Innbundin | 2017 | 309 | 3.490 kr. | ||
Rafbók | 2017 | 990 kr. |
Um bókina
Þegar Tvíburaturnarnir hrynja eignast unglingsstrákur í Reykjavík farsíma og kynnist í kjölfarið fyrstu kærustunni. Á sama tíma lendir trommari í vinsælli sveitaballahljómsveit í bílslysi þar sem ung stúlka lætur lífið.
Fimmtán árum síðar liggja leiðir þessara tveggja manna saman. Arnmundur er eirðarlaus ungur maður sem notar símann sinn til að komast yfir stelpur í útlöndum og drollar við að skrifa lokaritgerð. Stefán hætti að tromma, varð útrásarvíkingur og rekur nú sprotafyrirtæki sem hann er viss um að geti breytt heiminum. Undir yfirborðinu krauma gömul leyndarmál, vonbrigði og hefndarþorsti.
Sent from my iPhone
Halldór Armand hlaut mikið lof fyrir Vince Vaughn í skýjunum og Drón. Aftur og aftur er áhrifarík og spennandi samtímasaga þar sem venjulegt fólk leitar að ást, hlýju og merkingu í óútreiknanlegum heimi.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 9 klukkustundir og 55 mínútur að lengd. Einar Aðalsteinsson les.
12 umsagnir um Aftur og aftur
Árni Þór –
„Í Aftur og aftur má finna góða og oft á tíðum hárnákvæma samfélagsrýni sagan sjálf er vel skrifuð og heldur lesandanum einstaklega vel, í frásögninni er ákveðin spenna sem gerir það að verkum að lesandinn á erfitt með að leggja bókina frá sér … bók sem heldur lesandanum frá upphafi til enda.“
Andri M. Kristjánsson / Víðsjá
Árni Þór –
„Stórskemmtileg saga úr samtímanum … Aftur og aftur er mikil þeysireið eftir frumlegan og hugmyndaríkan höfund, sannkallaður síðuflettir … erfitt er að leggja frá sér … Breið samtímaskáldsaga … Halldór Armand er líflegur og fjörlegur penni. Aftur og aftur stend ég mig að því að fá vellíðunar- og gleðitilfinningu yfir einhverju sem hann orðar vel og skemmtilega og ég krota og krota á spassíurnar þar sem mér finnst hann vera hittinn, fyndinn og hnyttinn.“
Ingi Freyr Vilhjálmsson / Stundin
Árni Þór –
„Sagan er eins og ferskur andblær, og þá finnst mér það minnst tengjast því að hún setji snjalltækni í forgrunn. Ég gæti jafnvel lesið hana aftur og aftur … Stíllinn hjá Halldóri er skemmtilegur og hnyttinn. Hann teiknar upp mjög sterka mynd af persónum sínum í gegnum táknmyndir samtímans … Sagan sýnir samt sem áður nokkuð raunsæa mynd af fagurbrotlegu lífi leitandi einstaklinga á tímum þar sem munurinn milli kynslóða er meiri en áður … Tungumálið er mjög lifandi hjá Halldóri og popp-kúltúr tilvísanirnar margar og skemmtilegar.“
Díana Sjöfn Jóhannsdóttir / Starafugl
Árni Þór –
„Ég byrjaði að lesa Aftur og Aftur eftir Halldór Armand í vikunni og hef ekki lagt hana frá mér. Þetta er einstök bók, það besta sem Halldór hefur skrifað. Þessi bók lýsir vanda sem allir af minni kynslóð eiga í. Samviskubit sítengingarinnar. Ótrúlega flott.“
Halldór Halldórsson / Morgunblaðið
Árni Þór –
„Í Aftur og aftur slær nakið hjarta nútímans.“
Silja Aðalsteinsdóttir
Árni Þór –
„Áhugaverðasti höfundur landsins. Íslenskar bókmenntir eiga sér ekki framtíð án hans.“
Steinar Bragi
Árni Þór –
„Hún er búin að éta upp heilann í mér. Ég held að allir Íslendingar séu með einhverjar pælingar um hvað samfélagsmiðlar eru að gera þeim og bókin er ógeðslega góð að lesa fyrir fólk sem hefur áhyggjur af samfélagsmiðla-, farsíma-, og tölvunotkun.“
Dóri DNA / Fréttablaðið
Árni Þór –
„Mjög snjöll … Mjög áhugavert verk.“
Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan
Árni Þór –
„Styrkur þessarar bókar er algjörlega og fullkomlega í samfélagsgreiningunni og það gerir hann mjög vel og skemmtileg. Skemmtilegt hvernig hann notar snjallsímann sem einskonar lykil að samtímanum … Hann spyr margra stórra samfélagslegra spurninga … á fullt erindi til lesenda.“
Haukur Ingvarsson / Kiljan
Árni Þór –
„Enginn höfundur hefur náð að færa mig betur inn í þennan veruleika en Halldór og hann er með mjög skapar greiningar á þessum veruleika.“
Egill Helgason / Kiljan
Árni Þór –
„Með Aftur og aftur hefur Halldóri Armand tekist að skrifa bráðskemmtilega skáldsögu með snjallri lýsingu á tilvist okkar á tímum snjallsíma og tilræða … Halldór hefur í skrifum sínum lýst veruleika þessarar kynslóðar og hefur enginn gert það betur í íslenskum skáldskap … hann er góður stílisti og frumlegur. Hann skrifar af innsæi og leiftrandi húmor og á auðvelt með að koma flóknum hugsunum til skila með einföldum hætti.“
Karl Blöndal / Morgunblaðið
Árni Þór –
„Aftur og aftur er mjög vel skrifuð og pæld bók, margt bitastætt fyrir hugann að velta fyrir sér en líka spennandi framvinda og flétta.“
Brynhildur Björnsdóttir / Fréttablaðið