Afdrif Hafskips í boði hins opinbera
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2008 | 2.325 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2008 | 2.325 kr. |
Um bókina
Hafskipsmálið var á sínum tíma einhver mestu tíðindin í íslenskri viðskiptasögu. En þegar skiptastjórar í þrotabúi skipafélagsins luku störfum kom í ljós það sem margir höfðu lengi talið: Félagið hefði varla orðið gjaldþrota ef eðlilega hefði verið að málum staðið.
Að baki bjó ævintýraleg umfjöllun fjölmiðla með Helgarpóstinn í broddi fylkingar, harður atgangur í sölum Alþingis og dæmalaus framganga embættismanna. Stjórnendur félagsins voru hnepptir í gæsluvarðhald í margar vikur og réttur þeirra virðist hafa verið fótum troðinn í krafti hins opinbera valds.
Afdrif Hafskips – í boði hins opinbera er glögg samantekt um málið frá því hamagangurinn hófst árið 1985 og allt þar til síðustu dómarnir féllu í Hæstarétti sex árum síðar. Höfundur rekur með skýrum og aðgengilegum hætti gang Hafskipsmálsins og setur söguna í samhengi sem vafalítið á eftir að vekja lesendur til umhugsunar um vinnubrögðin sem viðhöfð voru.