Aðventa á fjöllum
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2012 | 106 | 1.695 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2012 | 106 | 1.695 kr. |
Um bókina
Í ljósmyndabókinni Aðventa á Fjöllum eftir Sigurjón Pétursson og Þóru Hrönn Njálsdóttur sækja höfundarnir innblástur til Aðventu, hinnar ódauðlegu skáldsögu Gunnars Gunnarssonar sem byggir á ævintýrum Benedikts Sigurjónssonar, Fjalla-Bensa, á þriðja áratug síðustu aldar.
Ljósmyndirnar sem prýða bókina eru afrakstur níu vetrarferða höfundanna um sögusviðið á Mývatnsöræfum. Svæðið markast í vestri af Mývatni, í austri af Grímsstöðum á Fjöllum, í norðri af Dettifossi og í suðri af Grafarlandaá. Um stóran hluta þessa svæðis fór Fjalla-Bensi í sinni frægu eftirleit árið 1925 sem varð kveikjan að Aðventu og hafði hann bækistöð í Sæluhúsinu við Jökulsá á Fjöllum.
Með ljósmyndum sínum hefur Sigurjóni tekist að fanga anda skáldsögu Gunnars og er hver mynd studd tilvitnun í texta Gunnars sem Sigurjón valdi.