Abarat

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 1990 790 kr.
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 1990 790 kr.

Um bókina

Einu sinni í heimi þar sem tíminn er staðurer í þann veginn að hefjast ferð sem tekur hugarfluginu fram …

Sagan hefst á leiðinlegasta stað sem hugsast getur: Kjúklingabæ í Bandaríkjunum. Þar á Candy Quackenbush heima og þráir heitt að fá einhverja vísbendingu um hvað framtíð hennar ber í skauti sér.

Svarið sem hún fær er allt öðruvísi en hún átti von á. Nánast upp úr þurru brestur á flóðbylgja og Candy fylgir manni sem nefnist Jón Hrekkur (bræður hans búa í hornum á höfði hans), stekkur út í freyðandi sjóinn og er hrifin brott.

Flóðbylgjan ber hana til ABARATS sem er stór eyjaklasi þar sem hver eyja er mismunandi klukkustund sólarhringsins, allt frá Hausnum mikla við Rökkursund, klukkan átta að kvöldi, til sólglitaðra undranna klukkan þrjú síðdegis þar sem drekar eru á ferð, ellegar myrkra ógna Dofrabóls þar sem Kristófer Carrion, lávarður af miðnætti, ræður ríkjum.

Candy kemur á hverja eyjuna á fætur annarri, eignast trausta vini og tekst á við háskalega óvini – vélknúnar flugur og risavaxnar mölflugur, stórkostlega ketti og menn gerða af leðju, grimman töframann og skelfdan þræl hans. Smám saman rennur dálítið upp fyrir henni: Hún hefur áður
verið í Abarat.

Candy er ætlað hlutverk í þessum undarlega heimi: Hún er þangað komin til að bjarga Abarat frá myrkum öflum sem eru eldri en sjálfur tíminn og búa yfir meiri illsku en Candy hefur nokkurn tíma komist í tæri við.

Hún er undarleg kvenhetja, það veit hún. En þetta er líka undarlegur heimur. Og í Abarat getur allt gerst.

3 umsagnir um Abarat

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Tengdar bækur

Ætíðarþjófurinn
3.690 kr.
7.290 kr.
4.690 kr.
3.390 kr.4.990 kr.
3.690 kr.
1.290 kr.
2.690 kr.

INNskráning

Nýskráning