Á norðurslóð – ferðasaga frá Grænlandi
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2017 | 250 | 5.590 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2017 | 250 | 5.590 kr. |
Um bókina
Feðgarnir Pétur Ásgeirsson og Ásgeir Pétursson sigldu á litlum vélbáti við strendur Grænlands frá Nanortalik í Suður-Grænlandi til Uummannaq, langt norðan heimskautsbaugs. Samanlagt lögðu þeir að baki yfir fimm þúsund kílómetra á tveimur sumrum og heimsóttu þrettán af sautján bæjum Grænlands.
Í bókinni lýsir Pétur því sem fyrir augun ber og jafnframt því sem hrærist í huganum á slíku ferðalagi í stórbrotnu landslagi. Frásögnin er krydduð með ýmsum fróðleik um samfélag og sögu Grænlands og lituð af virðingu í garð granna okkar í vestri.
Á norðurslóð prýða liðlega hundrað glæsilegar ljósmyndir Ásgeirs af náttúru og mannlífi Grænlands. Myndirnar vitna um næmt auga, bæði fyrir hinu stóra og smáa sem á leið ljósmyndarans varð.
Pétur Ásgeirsson sendiherra var fyrsti útsendi aðalræðismaður Íslands í Nuuk frá júlí 2013 til nóvember 2017. Ásgeir Pétursson er nemi í ljósmyndun. Hann hefur haldið tvær einkasýningar, í Grænlandssetrinu 2016 og Hörpu 2017.