Á morgun, þegar stríðið hófst
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2020 | 380 | 3.190 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2020 | 380 | 3.190 kr. |
Um bókina
Ellie og vinir hennar ákveða að fara í útilegu í óbyggðum Ástralíu, djúpt ofan í gili sem kallast Víti. Þegar þau snúa aftur heim viku seinna komast þau að því að óvinaher hefur ráðist inn í landið og fjölskyldur þeirra eru horfnar.
Vinahópurinn þarf að taka erfiða ákvörðun: Þau geta flúið aftur upp í fjöllin eða gefist upp.
Eða barist á móti.
Bók 1 af 7.
John Marsden er ástralskur rithöfundur og kennari. Honum fannst mikil þörf vera á bókum sem höfðuðu til unglingsstráka, sem honum fannst ekki ná jafngóðum árangri í lestri og stelpur. Hann ákvað því að skrifa seríuna Á morgun. Bækurnar eru gagngert skrifaðar með það í huga að auka lesskilning og lestraráhuga, og henta öllum 14 ára og eldri. Á morgun-serían hefur hlotið fjölmörg verðlaun og er í dag vinsælasti bókaflokkur sem hefur verið skrifaður fyrir unglinga og ungmenni í Ástralíu.