23 atriði um kapítalisma sem ekki er sagt frá

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2012 336 3.100 kr.
spinner

23 atriði um kapítalisma sem ekki er sagt frá

3.100 kr.

23 atriði um kapítalisma
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2012 336 3.100 kr.
spinner

Um bókina

Flest höfum við ákveðnar hugmyndir um hvernig veröldin er skrúfuð saman – hvernig hag- og stjórnkerfi heimsins virka í raun. En í þessari stórmerku bók eru viðteknar hugmyndir okkar teknar fyrir ein af annarri og sýnt fram á að þær standast ekki skoðun. Sannleikurinn er sá að frjáls markaður er ekki til; þvottavélin breytti lífi fólks meira en netið; íbúar þróunarríkja eru meiri frumkvöðlar en fólk í auðugum ríkjum; það að ríka fólkið verði æ ríkara verður ekki til þess að við hin efnumst meira.

Við þurfum ekki að sætta okkur við heiminn eins og hann er. Suður-Kóreumaðurinn Ha-Joon Chang sýnir okkur hér að hægt er að breyta til, fara aðrar og betri leiðir til að bæta samfélagið – og endurskoða margt sem almennt er talið satt og rétt.

Ólöf Eldjárn þýddi.

„Ég mæli eindregið með þessari skemmtilegu og fróðlegu bók.“
Stefán Snævarr / eyjan.is

 

„Þessi prófessor frá Cambridge hefur yndi af þversögnum og ekki síður af að afhjúpa goðsagnir … þetta gerir hann á mannamáli og af þörf fyrir að skoða hvað það er sem stjórnar heiminum.“
Guardian

„Fyndin og löngu tímabær, hrekur margar af helstu goðsögnum um fjármálakerfi heimsins.“
Observer

„Auðskilin, djörf, áhrifamikil … mun koma illa við ykkur ef þið eruð tengd fjármálalífinu.“
Guardian

„Áhrifamikil … sannfærandi … gefur von um geðþekkari hnattvæðingu.“
Financial Times

„Skyldulesning … hárbeitt og bráðskemmtileg.“
New Statesman

 

Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning