Hvað ef maður gæti farið til baka í tíma og breytt gangi sögunnar? Hvað ef vatnaskilin sem maður gæti breytt væri morðið á John F. Kennedy forseta Bandaríkjanna? Árið 2011 heldur enskukennarinn Jake Epping í ævintýralegan leiðangur með það fyrir augum að koma í veg fyrir morðið á JFK 22. nóvember 1963. Hann kveður heim tölva og farsíma og hverfur á vit glæsikagga, Elvis Presleys, sveifludans og rótarbjórs. Í þessum heillandi heimi verður Jake ástfanginn af skólabókaverðinum Sadie – og þegar nær dregur hinum óheillanvænlega degi 22.11.63 verður á vegi hans ógæfusamur einfari að nafni Lee Harvey Oswald … Eitt af meistaraverkum konungs sálfræðitryllanna!
Stephen King er höfundur yfir 50 skáldsagna sem allar hafa verið metsölubækur víða um heim. Eftir langt hlé koma bækur hans nú aftur út á íslensku.