101 Austurland
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2016 | 224 | 2.590 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2016 | 224 | 2.590 kr. |
Um bókina
Austurland er draumasvæði fjallgöngumannsins. Á svæðinu er fjallent, uppi á hálendi sem niður við firðina og ótal gönguleiðir í boði fyrir fjallagarpa. Þá gildir einu hvort menn eru að leita að krefjandi tindum eða léttari gönguleiðum. Enda hefur útivist á svæðinu vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum.
Austurland er ríkt af gönguleiðum. Hvort sem litið er til hálendis austan Vatnajökuls, Fljótsdalshérað eða niður á Austfirði blasa við spennandi svæði sem gaman er að kanna á tveimur jafnfljótum. Í bókinni er að finna nákvæmar lýsingar a gönguleiðum á 101 tind á Austurlandi ásamt kortum, upplýsingum um hækkun, göngutíma, gps-hnit og allt sem göngumenn þurfa að vita áður en lagt er á tindinn.
Höfundur er Skúli Magnús Júlíusson, fjallaleiðsögumaður. Hann hefur stundað fjallgöngur á Austurlandi frá unga aldri.