Þúsund bjartar sólir
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Hljóðbók - streymi | 2024 | App | 1.990 kr. | Setja í körfu | |
Innbundin | 2007 | 335 | 1.390 kr. | ||
Kilja | 2008 | 335 | 990 kr. | ||
Rafbók | 2024 | - | 990 kr. | ||
Geisladiskur | 2007 | Mp3 | 1.590 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Hljóðbók - streymi | 2024 | App | 1.990 kr. | Setja í körfu | |
Innbundin | 2007 | 335 | 1.390 kr. | ||
Kilja | 2008 | 335 | 990 kr. | ||
Rafbók | 2024 | - | 990 kr. | ||
Geisladiskur | 2007 | Mp3 | 1.590 kr. |
Um bókina
Þúsund bjartar sólir er eftir Khaled Hosseini, höfund metsölubókarinnar Flugdrekahlauparinn.
Þar var söguefnið örlög og vinátta karlmanna en hér segir Hosseini einstaklega grípandi sögu af tveimur afgönskum konum, Mariam og Lailu, ólíku lífi þeirra og ævi í Kabúl um meira en þrjátíu ára skeið. Baksviðið er harmsaga Afganistan, allt frá innrás Sovétmanna gegnum ógnarstjórn talibana og átakaárin sem fylgt hafa í kjölfarið. Örlögin leiða konurnar tvær saman og vináttuböndin sem þær bindast eiga eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar á líf þeirra beggja.
Þúsund bjartar sólir er saga ofbeldis, ótta, vonar og trúar; saga sársauka og vonbrigða, ólýsanlegrar þjáningar og hörmunga, en um leið ógleymanlegur vitnisburður um styrk og hugrekki, óður til kærleikans sem gerir mönnunum kleift að sigrast á erfiðleikum og ómanneskjulegri grimmd.
Khaled Hosseini fæddist í Kabúl í Afganistan og fluttist síðar til Bandaríkjanna þar sem hann býr nú. Hann er menntaður líffræðingur og læknir og starfaði sem slíkur í mörg ár. Flugdrekahlauparinn, fyrsta skáldsaga Hosseinis kom út 2003 og hefur selst í yfir fjórum milljónum eintaka um heim allan, hvarvetna fengið frábæra dóma og er margverðlaunuð. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna veitti Hosseini viðurkenningu fyrir Flugdrekahlauparann og skipaði hann sérstakan velvildarsendifulltrúa sinn.
Anna María Hilmarsdóttir þýddi.
ATH. Tvær gerðir hljóðbóka eru í boði fyrir þessa vöru. Hljóðbókin er til á geisladiski (CD eða Mp3) sem afhendist í pósti eða úr verslun en einnig er hægt að fá hljóðbók sem er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á beint í gegnum app Forlagsins eða vafra (Hljóðbók – App). Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er um 15 klukkustundir að lengd. Þórunn Hjartardóttir les.
6 umsagnir um Þúsund bjartar sólir
Elín Edda Pálsdóttir –
„Þótt Þúsund bjartar sólir segi frá sársauka og vonbrigðum verður bókin aldrei þrúgandi …
Nýr listrænn sigur og pottþétt metsölubók frá hugrökkum höfundi.“
Kirkus Reviews
Elín Edda Pálsdóttir –
„Aðdáendur Hosseinis verða ekki fyrir vonbrigðum með Þúsund bjartar sólir.
Ef eitthvað er þá sýnir hún enn betur hversu snjall sögumaður hann er.“
New York Daily News
Elín Edda Pálsdóttir –
„Þeirri spurningu hvort Þúsund bjartar sólir sé jafngóð og Flugdrekahlauparinn er fljótsvarað: Nei, hún er betri.“
Washington Post
Elín Edda Pálsdóttir –
„Ég er ennþá hrifnari af þessari bók en Flugdrekahlauparanum.“
Þóra Sigríður Ingólfsdóttir / Samfélagið í nærmynd, RÚV
Elín Edda Pálsdóttir –
„… rosalega vel skrifuð og sagan hrífur mann með sér í gegnum allan tilfinningaskalann … stóðst allar mínar væntingar og ég er strax farin að hlakka til að lesa næstu bók … höfundi tekst … að grípa mann svo föstum tökum að mér finnst eins og þetta fólk hafi verið til.“
Kolbrún Ósk Skaftadóttir / Eymundsson
Elín Edda Pálsdóttir –
„Khaled Hosseini … skrifaði einnig Flugdrekahlauparann og hefur gefið okkur, sem þurfum ekki að óttast um líf okkar hvern dag, sýn í líf þeirra stríðshrjáðu. Við trúum því sem Hosseini skrifar þó að þetta séu skáldsögur, við trúum því vegna þess að honum er lagið að segja sögu á hógværan, einlægan og spennandi hátt með lifandi persónusköpun, sláandi raunsæislýsingum á stríðshörmungum og fögrum ljóðrænum lýsingum … Það er næstum því eins og að vera á staðnum. … Með Flugdrekahlauparanum flysjaði Khaled Hosseini nokkur lög af fjölmiðlamyndinni af Afganistan. Með Þúsund björtum sólum sýnir hann okkur alla leið inn í kjarnann. Ég þakka honum kærlega fyrir það og þakka JPV fyrir að gefa bókina út í góðri þýðingu.“
Hrund Ólafsdóttir / Morgunblaðið