Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Það sem þú vilt – sögur
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2006 | 127 | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2006 | 127 | 990 kr. |
Um bókina
„Ég var sestur við að skrifa smásögu. Það hafði ég aldrei framar ætlað mér að gera.“
Það sem þú vilt hefur að geyma sex smásögur. Þær eru í senn fjölbreyttar og samstæðar hvað varðar stíl og efni en í þeim öllum er spurt áleitinna spurninga um bröltið á okkur mannfólkinu – og eins og vera ber er lesandanum látið eftir að svara fyrir sig.
Leikur Halldór Skiljan hjónabandsráðgjafi tveimur skjöldum?
Sjáum við lengra en nef okkar nær?
Er lífið það sem við viljum að það sé?
Páll Kristinn Pálsson fæddist í Reykjavík árið 1956. Það sem þú vilt er níunda bók hans. Páll Kristinn hefur einnig skrifað fjölda greina og viðtala fyrir blöð og tímarit, unnið að þáttagerð fyrir sjónvarp og útvarp og skrifað handrit að kvikmyndum og sjónvarpsmyndum.