Þær ruddu brautina
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2015 | 291 | 3.190 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2015 | 291 | 3.190 kr. |
Um bókina
Barátta kvenna fyrir réttindum sem nú eru víðast talin sjálfsögð kostaði blóð, svita og tár, niðurlægingu og útskúfun.
Í þessari stórfróðlegu bók er að finna æviágrip kvenna sem hófu baráttuna víða um heim og ruddu brautina fyrir kvenfrelsisbaráttu seinni ára. Kolbrún S. Ingólfsdóttir segir hér sögu kvenna sem stóðu í baráttunni framan af, einkum á 19. öld og fram yfir heimsstyrjöldina síðari. Einnig fjallar hún í stuttu máli um sögu kvenréttindabaráttu í ríkjum Evrópu, Ameríku og víðar.
Þær ruddu brautina er í senn heillandi og átakanleg örlagasaga fjölda kvenna sem heimurinn stendur í mikilli þakkarskuld við.
Kolbrún S. Ingólfsdóttir er sagnfræðingur og lífeindafræðingur að mennt og eftir hana liggja bækur og greinar, m.a. bókin Merkiskonur sögunnar sem kom út árið 2009.