Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 1994 | 820 kr. |
Um bókina
Vífill gullsmiður er ókvæntur maður á miðjum aldri sem hefur ekki gengið í hjónaband af því hann þráir að elska manneskju aðeins einu sinni, ævilangt á meðan lífið endist, en ekki fundið hana, eins og segir í sögunni. Dag einn þegar Vífill er á gangi á Laugaveginum, birtist ljóslifandi konan sem hann hafði geymt í hjarta sínu í fjörutíu ár. Það virðist deginum ljósara að fundur þeirra tveggja er upphafið að hamingjuríkri sambúð og ævilöngu hjónabandi – og hefst þar með kostuleg frásögn af kynnum hjónaleysanna, ferð þeirra í Bláa lónið og til Grindavíkur í heimsókn til frænku.
Guðbergur Bergsson fer á kostum í lýsingu sinni á samskiptum og sambúð kynjanna. En ekki er aðllt sem sýnist og bak við grínið og háðið leynist saga af leit manneskjunnar að ást og hamingju.