John Verdon nýtur vaxandi vinsælda í Bandaríkjunum fyrir æsispennandi bækur sínar um spæjarann Dave Gurney. Fyrsta bók hans, Hugsaðu þér tölu, kom út á íslensku fyrir síðustu jól. Þriðja bókin um spæjarann er væntanleg í Bandaríkjunum í sumar sem aðdáendur höfundarins bíða með óþreyju.
Í nýlegu viðtali við höfundinn í Publishers Weekly segir hann bækur Arnaldar Indriðasonar hafa haft mikil áhrif á skrif sín. Hann segist dást að því hvernig hann tengir eðli glæpsins í sögunni saman við persónuleg vandamál lögreglumannsins Erlendar.
John Verdon vann í auglýsingabransanum í fjöldamörg ár en ákvað á besta aldri að setjast við skriftir. Hann hefur gefið út þrjár bækur á tveimur árum og er því greinilega á miklu flugi.