Maístjarnan, ljóðabókaverðlaun Rithöfundasambands Íslands og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns verða veitt í áttunda sinn í maí.
Tilnefningar til Maístjörnunnar vegna ljóðabóka útgefinna 2023 voru kynntar við athöfn í Gunnarshúsi í dag.
Forlagið gaf út þrjár af þeim sex bókum sem eru tilnefndar:
Áður en ég breytist eftir Elías Knörr
Flagsól eftir Melkorku Ólafsdóttur og Unu Hlíf Bárudóttur
Til hamingju með að vera mannleg eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur
Gjaldgengar voru allar útgefnar íslenskar ljóðabækur ársins 2023, alls 83, sem skilað var til Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og fékk dómnefnd þær til umfjöllunar. Dómnefnd skipa Guðrún Eva Mínervudóttir fyrir hönd Rithöfundasambandsins og Jakub Stachowiak fyrir hönd Landsbókasafnsins.
Verðlaunin verða veitt við athöfn í Þjóðarbókhlöðunni þann 15. maí.
Maístjarnan er einu verðlaun á Íslandi sem veitt eru eingöngu fyrir útgefna íslenska ljóðabók. Verðlaununum er ætlað að vekja sérstaka athygli á blómlegri ljóðabókaútgáfu á Íslandi.