Strandaglópar! hljóta heiðursverðlaun Margaret Wise Brown

Sigurför bókar Ævars Þórs Benediktssonar, Strandaglópar! (Næstum því) alveg sönn saga heldur áfram! Bókin kom út hjá Barefoot Books í Bandaríkjunum á síðasta ári og hefur hlotið fjölda viðurkenninga þar í landi, nú síðast heiðursverðlaun hinna virtu Margaret Wise Brown-barnabókaverðlauna en þau eru veitt fyrir besta handritið að myndabók.

Áður hafa Strandaglópar! meðal annars verið valdir á stuttlista Washington Children’s Choice Picture Book Award, verið útnefndir sem ein besta barnabók ársins af American Library Association, Kirkus Reviews, Sunday Times og Chicago Public Library auk þess sem bókin hlaut Gold Standard-viðurkenningu Junior Library Association.

Í Strandaglópum! segir Ævar söguna af því þegar afi hans varð strandaglópur í Surtsey í rúma tvo sólarhringa. Bókin er ríkulega myndskreytt af Anne Wilson.

INNskráning

Nýskráning