SteinunnJohannessdottir

Steinunn Jóhannesdóttir um Hallgrím Pétursson

Þriðjudaginn 9. desember kl. 12 mun Steinunn Jóhannesdóttir flytja fyrirlestur um Hallgrím Pétursson í Þjóðminjasafninu. Yfirskrift erindisins er Sá var hagur sem það kunni smíða. Steinunn beinir sjónum að hagleik skáldsins og veltir upp spurningum um hvernig Hallgrímur hafi öðlast hagleik sinn og þroskað skáldagáfu sína, hvernig æska hans var og tækifæri til að menntast og þroskast.

Árið 2010 kom út skáldsaga Steinunnar, Heimanfylgja, um uppvöxt Hallgríms Péturssonar byggð á heimildum um ættfólk hans og samtíð. Nýverið kom út barnabók eftir Steinunni, Jólin hans Hallgríms sem myndskreytt er af Önnu Cynthiu Leplar en á Torgi Þjóðminjasafns stendur nú yfir sýning sem byggir á bókinni.

Fyrirlesturinn er öllum opinn.

INNskráning

Nýskráning