Þórbergur Þórðarson

Steinarnir tala á ensku

Ein sú íslenskasta af öllum íslenskum bókum, endurminningabókin Steinarnir tala eftir Þórberg Þórðarson, er komin út á ensku í þýðingu Julians Meldon D‘Arcy, prófessors við Háskóla Íslands: The Stones Speak.

Í bókinni lýsir Þórbergur uppruna sínum, ættingjum og bernskuárunum á Hala í Suðursveit á ógleymanlegan hátt, í senn ljóðrænan og kómískan.

Þýðandi hans féll flatur fyrir stíl, orðkynngi og frásagnartöfrum bókarinnar og ást hans á textanum kemur afar vel fram í þýðingunni. Hún er nákvæm en þjál og einstaklega sjarmerandi. „Steinarnir tala er ekki aðeins undursamlegt listaverk heldur einnig ómetanlegur vitnisburður um lífið í íslensku torfbæjunum á síðasta áratug 19. aldar.“ segir Julian meðal annars í inngangi þar sem hann kynnir Þórberg vandlega fyrir nýjum lesendum erlendis.

Þýðingin er tileinkuð þremur látnum Íslandsvinum sem allir settu sitt mark á íslenska menningu og unnu ötuillega að kynningu hennar, Bernard Scudder, Bill Holm og Robert Cook.

INNskráning

Nýskráning