mmmsveitin

Spennandi útgáfuboð

Í vikunni halda höfundar Forlagsins tvö útgáfuboð en þetta eru líklega þau síðustu sem haldin verða þetta árið.

Annars er það Eggert Þór Bernharðsson sem býður í útgáfuboð í tilefni af nýútkominni bók sinni Sveitin í sálinni, sannkölluðum gimsteini í bókarformi. Í bókinni er fjallað um sveitalífið í Reykjavík, horfinn tíma sem þó er svo nálægur. Verkið er ákaflega myndríkt en þar er rakið í glöggum texta og rúmlega 550 forvitnilegum ljósmyndum hvernig ásýnd Reykjavíkur tók stakkaskiptum á 20. öld – þar sem fléttuðust saman fornir hættir og ný viðhorf. Við bjóðum ykkur að fagna útgáfunni með okkur í Eymundsson Austurstræti fimmtudaginn 4. desember kl. 17. Léttar veitingar verða í boði og að sjálfsögðu allir velkomnir.

Hér má finna viðburðinn á Facebook.

Hins vegar er það útgáfuboð einnar áhugaverðustu og jafnframt girnilegustu matreiðslubókar ársins en það er MMM – Matreiðslubók Mörtu MaríuÁ föstudaginn kemur, kl. 17.00 ætlum við að fagna útkomu bókarinnar í verslun Forlagsins á Fiskislóð. Boðið verður upp á veitingar út bókinni og svo enginn ofþorni nú verða glæsilegar veitingar frá Vífilfelli í formi léttvíns og bjórs. Heppnir partígestir geta unnið bókina – ekki missa af þessu!

Hér má finna viðburðinn á Facebook.

Komið fagnandi!

INNskráning

Nýskráning