Tveir nýir krimmar eru komnir út hjá Forlaginu eftir eina vinsælustu spennusagnahöfunda Danmerkur.
Með góðu eða illu er frá dönsku glæpasagnadrottningunni Elsebeth Egholm og fjallar um rannsóknarblaðakonuna Dicte Svendsen. Í Danmörku er verið að vinna sjónvarpsþætti eftir sögum Elsebeth um blaðakonuna knáu.
Flöskuskeyti frá P er þriðja bók Jussi Adler-Olsen sem kemur út á íslensku. Bókin er talin af mörgum hans magnaðasta saga og hlaut Glerlykilinn sem besta norræna glæpasagan árið 2010. Um næstu mánaðarmót mun Jussi Adler-Olsen koma til Íslands og verður m.a. á höfundakvöldi Norræna hússins 30. ágúst.