Elsebeth og Jussi

Spennan magnast

Tveir nýir krimmar eru komnir út hjá Forlaginu eftir eina vinsælustu spennusagnahöfunda Danmerkur.

Með góðu eða illu er frá dönsku glæpasagnadrottningunni Elsebeth Egholm og fjallar um rannsóknarblaðakonuna Dicte Svendsen. Í Danmörku er verið að vinna sjónvarpsþætti eftir sögum Elsebeth um blaðakonuna knáu.

Flöskuskeyti frá P er þriðja bók Jussi Adler-Olsen sem kemur út á íslensku. Bókin er talin af mörgum hans magnaðasta saga og hlaut Glerlykilinn sem besta norræna glæpasagan árið 2010. Um næstu mánaðarmót mun Jussi Adler-Olsen koma til Íslands og verður m.a. á höfundakvöldi Norræna hússins 30. ágúst.

INNskráning

Nýskráning