Skilafrestur í Sólfaxa – íslensku barnabókaverðlaunin rann út 1. október síðastliðinn. Þegar pósthólfið var opnað kom í ljós að metþátttaka hafði verið í samkeppninni en á fjórða tug framlaga bárust og voru mörg þeirra virkilega efnileg. Nú hefur dómnefnd komist að niðurstöðu og búið er að hafa samband við höfund/-a sigurhandritsins. Verðlaunabókin kemur út haustið 2025 og við hlökkum mikið til að lestrarhestar og bókaormar fái hana í hendurnar!
Næsti skilafrestur verður auglýstur á vormánuðum 2025 og við hvetjum alla mynd- og textahöfunda til að ydda blýantana, gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn og fara strax að undirbúa þátttöku.