Skúrinn

Skúrinn við Norræna húsið

Miðvikudaginn 18. desember, kl. 20:00, hefst þriggja daga bókmenntadagskrá í Menningarhúsinu Skúrinn (18-20 des.). Skúrinn verður staðsettur fyrir framan Norræna húsið og umgjörðin í anda hinna svokölluðu „drive-in“-bíósýninga. Inni í Skúrnum er lítill útvarpssendir, áheyrendur stilla útvarpið í bílum sínum á FM 103,9 og heyra rithöfundana lesa upp úr bókum sínum inni í Skúrnum. Þarna lesa margar af helstu kanónum bókmenntaheimsins, þ.á m. ýmsir Forlagshöfundar:

mið. 18. des (20-21)
Sjón – Mánasteinn
Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir – Gjöfin (Rökkurhæðir)
Hermann Stefánsson – Hælið
Sigurlín Bjarney Gísladóttir – Bjarg
Stefán Máni – Grimmd

fim. 19. des (20-21)
Þorsteinn frá Hamri – Skessukatlar
Steinar Bragi – Reimleikar í Reykjavík
Eva Rún Snorradóttir – Heimsendir fylgir þér alla ævi
Þórunn Erlu- og Valdimarsdóttir – Stúlka með maga
Þórdís Gísladóttir – Randalín og Mundi í Leynilundi

fös. 20. des (20-21)
Jónína Leósdóttir – Við Jóhanna
Sigurbjörg Þrastardóttir – Bréf frá borg dulbúinna storma
Þorsteinn Mar – Vargsöld
Sólveig Pálsdóttir – Hinir réttlátu
Eiríkur Guðmundsson – 1983

Sent verður út á FM 103,9.

Umsjón með verkefninu hafði Úlfhildur Dagsdóttir

INNskráning

Nýskráning