Stjórn Verðlaunasjóðs íslenskra barnabóka ákvað nýlega að gera gagngera breytingu á Íslensku barnabókaverðlaununum. Héðan í frá verður eingöngu óskað eftir óútgefnum handritum að myndríkum bókum; allt frá myndabókum fyrir yngstu lesendurna að myndasögum fyrir unglinga og öllu þar á milli. Um leið hljóta verðlaunin nýtt nafn, Sólfaxi – íslensku barnabókaverðlaunin. Verðlaunafé verður jafnframt hækkað úr 1.000.000 krónum í 1.500.000 krónur.
Skilafrestur í fyrstu samkeppnina með breyttu sniði er 1. október næstkomandi. Nánari upplýsingar um keppnisreglur má nálgast hér.