Saga þeirra, sagan mín

Saga þeirra, sagan mín

Í Saga þeirra, sagan mín skráir Helga Guðrún Johnsson ótrúlega kynslóðasögu þriggja sjálfstæðra kvenna og sviptir hulunni af sögum sem hafa legið í þagnargildi alltof lengi.

Þegar Katrín Thorsteinsson giftist Eggerti Briem vorið 1901 og þau taka við búskap í Viðey tengjast auðugar og valdamiklar fjölskyldur. Katrín er sjálfstæð kona sem lætur hjartað ráða för og storkar gildum samfélagsins. Harmræn örlög hennar móta líf dóttur hennar, heimsborgarans Ingibjargar Briem – Stellu, sem festir hvergi rætur.

Stúlkan sem hlaut nöfn móður sinnar og ömmu, Katrín Stella Briem – Kanda, segir hér sögu þeirra þriggja. Líf Köndu einkennist af sviptivindum og skörpum andstæðum. Í gegnum föðurættina tekur hún þátt í allsnægtalífi bresku yfirstéttarinnar en þess á milli fylgir hún móður sinni heimshorna á milli í rótlausri tilveru og stundum sárri fátækt. Þegar líferni Stellu kemur þeim mæðgum á götuna þarf Kanda að rífa sig upp úr örbirgðinni og hefja nýtt líf.

Úr lífsþráðum þessara þriggja kvenna spinnur Helga Guðrún margslungna örlagasögu þar sem atburðarásin er oft og tíðum ævintýralegri en í skáldskap. Hér er hulunni svipt af sögum sem lengi hafa legið í þagnargildi.

Helga Guðrún Johnson (f. 1963) var um árabil frétta- og dagskrárgerðarmaður á Stöð 2. Hún skrifaði ævisögu Lydiu Pálsdóttur Einarsson, Lífsganga Lydiu með Guðmundi frá Miðdal, árið 1992.

Efnt verður til útgáfuhófs í tilefni útgáfunni í Gunnarshúsi föstudaginn 24. október í Gunnarshúsi við Dyngjuveg 8. Léttar veitingar í boði og allir velkomnir!

INNskráning

Nýskráning