Arnaldur Indriðason hefur lengi verið vinsælasti höfundur landsins, bæði heima og á erlendri grund. Sæluríkið er tuttugasta og sjöunda skáldsaga hans. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir bækur sínar sem hafa verið þýddar á tugi tungumála og selst í nær tuttugu milljónum eintaka um heim allan.
Sæluríkið er mögnuð og áleitin glæpasaga um brostna drauma, hugsjónir á villigötum, kalda grimmd – og fólk sem á stórra harma að hefna.