Hin forvitnilega bók Fantasíur er komin út á rafbók. Bókin kom út fyrir tveimur vikum og hefur aldeilis fengið góð viðbrögð. Nú þegar hefur bókin verið endurprentuð sem eru tíðindi eftir svo stuttan tíma á markaði.
Fjölmiðlar keppast við að fjalla um fantasíur sem hugnast íslenskum konum, bókin varð strax mest selda kiljan í Eymundsson og nú nýlega birtist dómur,eftir Sigríði Dögg kynfræðing, í Fréttablaðinu þar sem fólk er hvatt til að eiga eitt eintak af Fantasíum á náttborðinu. Sigríður Dögg fagnar útgáfunni í dómi sínum, segir sögurnar vel skrifaðar og gefi þá mynd að íslenska konan sé sjálfstæð og sterk kynvera sem geti leyft sér að gefa sig á vald lostans og njóta. Hún bætir við að fantasíurnar séu svo forboðnar og persónulegar að ekki sé annað hægt en að sogast inn í þennan lostafulla heim sem hver og ein frásögn skapar.
Hægt er að nálgast bókina í öllum bókabúðum, panta hana hér á netinu og fá senda heim eða hreinlega hlaða niður rafbókinni.
Góða skemmtun!