Prjón úti um allt

Prjónað úr íslenskri ull um allan heim

Menn og konur prjóna af kappi úr íslenskri ull, hvort heldur er í Reykjavík eða Tokýó, Kaupmannahöfn, Oslo og Helsinki, Washington eða Búdapest! Bókin komst meðal annars í efsta sæti metsölulistans yfir hand- og fræðibækur í Noregi.

Prjónað úr íslenskri ull kom út á íslensku árið 2013 og þótti mikill fengur fyrir áhugasamt prjónafólk sem þyrsti í klassískar og fallegar uppskriftir að flíkum úr íslenskri ull en auk þess er bókin fræðandi og skemmtileg fyrir alla sem hafa áhuga á sögu handverks og ullar.

Allt frá útgáfu hefur Prjónað úr íslenskri ull verið eftirsótt erlendis en flaust þarf engan að undra velgengnin þar sem segja má að í bókinni sé að finna úrval vinsælustu íslenskra prjónauppskrifta í gegnum tíðina.

INNskráning

Nýskráning