Persónuverndarstefna Forlagsins
Forlagið ehf. leggur mikla áherslu á að vernda persónuupplýsingar einstaklinga og virða réttindi þeirra. Hér er því lýst með hvaða hætti vinnsla persónuupplýsinga fer fram hjá félaginu.
1. Hvað eru persónuupplýsingar?
-
- Allar þær upplýsingar sem eru persónugreinanlegar, þ.e. upplýsingar sem hægt er að rekja beint eða óbeint til ákveðins einstaklings.
2. Persónuupplýsingar sem Forlagið ehf. vinnur um viðskiptavini sína eru mismunandi eftir því hvaða snertifleti viðskiptavinurinn á við félagið:
-
- Póstlistar: Ef fólk skráir sig á póstlista Forlagsins er unnið með upplýsingar um nafn þess og netfang. Sú vinnsla byggist á samþykki hvers og eins og er fólki heimilt að afskrá sig hvenær sem er. Þessar upplýsingar eru ekki notaðar í neinum öðrum tilgangi en að senda fréttapósta og tilboðspósta frá Forlaginu.
- Rafræn vöktun: Í verslunum Forlagsins eru stafrænar myndavélar. Vinnsla á þeim upplýsingum sem safnast við myndavélaeftirlitið byggist á lögmætum hagsmunum félagsins og fer vinnsla þeirra eftir persónuvernarlögum. Myndefni er ekki afhent þriðja aðila, nema þá lögreglu ef grunur vaknar um refsiverða háttsemi. Myndefnið er geymt í sex mánuði, í öryggis- og eignavörsluskyni.
- Við kaup á vöru af Forlaginu í gegnum netið, símann eða tölvupóst er upplýsingum safnað um nafn, kennitölu, heimilisfang, tölvupóstfang og símanúmer viðskiptavinar ásamt debet- eða kreditkortaupplýsingum. Þetta er gert til þess að unnt sé að gefa út reikninga, fá greiðslu og koma vörunum á rétta staði. Forlagið heldur líka utan um kaupsögu viðskiptavina með þessum hætti.
- Tæknileg gögn: Þegar fólk heimsækir vefsíðu Forlagsins safnar netþjónn félagsins gögnum sem vafri viðkomandi sendir út, þ.e. upplýsingum um IP-tölu, hvaðan heimsóknin kemur, leitarorð og vafra. IP -tölur eru ekki notaðar til að auðkenna viðkomandi notanda persónulega.
- Forlagið mælir umferð um vefsvæði sitt með Google Analytics. Upplýsingar sem sú mæling veitir eru ekki persónurekjanlegar og eingöngu hugsaðar til að betrumbæta vef Forlagsins. Eins notar Forlagið þjónustu Facebook og Google Ads fyrir stafræna markaðssetningu til greiningar á áhrifum auglýsinga fyrirtækisins.
3. Miðlun upplýsinga til þriðja aðila:
-
- Forlagið kann að miðla persónuupplýsingum fólks til þriðja aðila, t.d. til þeirra sem sjá um upplýsingatækniþjónustu fyrir félagið, til innheimtufyrirtækis, og endurskoðanda Forlagsins. Vinnsluaðilar kunna einnig að fá afhentar persónuupplýsingar vegna tiltekinnar gagnavinnslu fyrir Forlagið.
- Eins kunna persónuupplýsingar að vera afhentar þriðja aðila að því marki sem krafist er á grundvelli laga eða reglna, svo sem Ríkisskattstjóra eða öðrum eftirlitsaðilum.
4. Hvernig öryggi persónuupplýsinga er tryggt:
-
- Forlagið leitast ávallt við að gera viðeigandi ráðstafnir til að tryggja öryggi þeirra persónuupplýsinga sem félagið býr yfir, í samvinnu við Sensa sem fer með vinnslu og hýsingu á öllu efni Forlagsins.
- Ef upp kemur öryggisbrestur sem hefur áhrif á persónuupplýsingar mun það strax verða tilkynnt Persónuvernd.
5. Fólk á rétt á aðgangi að þeim upplýsingum sem Forlagið hefur um það.
-
- Ef þess er óskað má senda póst á forlagid@forlagid.is. Reynt verður að svara hratt og vel.