Nýjasta skáldsaga Einars Más Guðmundssonar, Passamyndir, hefur sópað að sér lofsamlegum dómum í stærstu dagblöðum Danmerkur frá því bókin kom út þar í landi í síðast mánuði.
Søren Vinterberg, gagnrýnandi Politiken, segir undir yfirskriftinni„fimm hjörtu til íslensks meistara„ að orðfærði Einars sé „þess háttar að það getur í einni setningu þanist mót óendanleika heims og samtímis þétt orkuna á borð við svarthol“.
Gagnrýnendur dagblaðanna Jyllands Posten og Berlingske, sem og vikuritsins Femina, eru ekki síður hrifnir. Í umjföllunum sínum koma þeir meðal annars inn á hið einstaka andrúmsloft sem Einar nær að skapa, þær vísanir sem í bókinni er að finna í fyrri verk höfundar og heillandi sögusvið hennar sumarið 1978.
Passamyndir kom fyrst út hérlendis síðasta haust. Saga bókarinnar sprettur úr frjóum sagnaheimi Einars, frá sömu slóðum og verðlaunabókin sígilda, Englar alheimsins, og ættarþríleikurinn Fótspor á himnum, Draumar á jörðu og Nafnlausir vegir.
*****
Sören Vinbergberg / Politiken
****
Henriette Bacher Lind / Jyllands Posten
*****
Julia / Femina
****
Jörgen Johansen / Berlingske