Ömmumatur

Ömmumatur Nönnu

Á fimmtudaginn kemur út ný bók eftir sjálfa matmóður Íslendinga, Nönnu Rögnvaldardóttur, og ber hún titilinn Ömmumatur Nönnu.

Margir réttir sem fólk ólst upp við eða fékk hjá ömmu eru nú sjaldséðir. Þetta er þó góður og umfram allt heimilislegur matur sem kveikir notalegar minningar og er ómissandi hluti af íslenskri matarhefð. Hér eru um 80 uppskriftir að mömmuog ömmumat; súpum og sósum, kjöt- og fiskréttum, grautum, búðingum, brauði og kökum. Sumir réttirnir eru alveg hefðbundnir, aðrir hafa verið færðir í ögn nútímalegri búning.

Meðal uppskrifta eru:

Blómkálssúpa, steiktur fiskur, plokkfiskur, sunnudagslæri, kótelettur í raspi, saxbauti, grjónagrautur, kakósúpa, kleinur, hjónabandssæla, skinkuhorn, hafraskonsur, seytt rúgbrauð, brúnaðar kartöflur, uppstúf, rauðkál, brún sósa og rabarbarasulta.

Nanna segir markmiðið hafa verið að „setja saman gott sýnishorn af íslenskri heimilismatargerð á tuttugustu öld; hversdags- og sparimat, kökur og brauð sem mér finnst á ýmsan hátt einkennandi fyrir þetta tímabil og sýnir að einhverju leyti þá þróun sem orðið hefur. Bók sem rifjar upp gamla og góða rétti og hefur jafnframt skírskotun til nútímans.“

Ömmumat Nönnu verða allir alvöru íslenskir matgæðingar að eignast!

INNskráning

Nýskráning