Mörk

Hugleiðslu-upplestur

Þóra Karítas Árnadóttir gaf í vor út bókina Mörk – saga mömmu sem hlaut magnaðar viðtökur. Nú bjóða hún og Tveir heimar til óhefðbundins upplesturs og bjóða gestum að koma, leggjast á dýnu, fá kodda og teppi, loka augunum og njóta þess að fara með Þóru í ferðalag inn í heim sem er bæði fallegur og sár.

Kvöldið byrjar á slökun til þess að tengjast núvitundinni sem fær áheyrandann til að hlusta betur. Þóra mun svo lesa fyrir gesti.

Tyrkneskt te, piparkökur og spjall á eftir.

Hugleiðslu-upplesturinn fer fram í Suðurhlíð 35, sunnudaginn 6. desember, kl. 20. Aðgangseyrir: 1000 kr.

Frekari upplýsingar má finna hér.

Þóra var í gær, miðvikudag, tilnefnd til Fjöruverðlaunanna í flokki skáldverka fyrir Mörk.

INNskráning

Nýskráning