Ofsi

Ofsi á fjölunum

Leikhópurinn Aldrei óstelandi hefur vakið athygli á síðustu árum fyrir nýstárlegar nálganir á íslensk höfundarverk. Fyrst kom Fjalla-Eyvindur eftir Jóhann Sigurjónsson, síðan Sjöundá eftir Svartfugli Gunnars Gunnarssonar og nú síðast Lúkas eftir Guðmund Steinsson. Hafa þær hlotið samtals 9 tilnefningar til Grímuverðlaunanna.

Viðfangsefnið nú er bókin Ofsi eftir Einar Kárason. Bækur Einars um Sturlungaöldina hafa hlotið einróma lof og glætt mjög áhuga fólks á þessu róstusama tímabili Íslandssögunnar. Ofsi hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2008 og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Sýningin er styrkt af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Reykjavíkurborg og er unnin í samstarfi við Þjóðleikhúsið.

Sögusviðið er Ísland á 13. öld og stíga nokkrar helstu persónur Sturlungaaldarinnar fram og tjá sig einlæglega um þær flækjur og vígaferli sem hafa mótað sögu landsins. Í uppsetningu Aldrei óstelandi er sagan sögð í tímaleysu og notast er við verkfæri leikhússins til að líta verk Einars nýjum augum.

Leiksýningin Ofsi var frumsýnd í Kassanum í Þjóðleikhúsinu þann 23. nóvember en næstu sýningar eru dagana:

3. desember
7. desember
13. desember
14. desember

Hér má kaupa miða á sýninguna.


INNskráning

Nýskráning