Atlas 2015

Nýr Íslandsatlas!

Út er kominn hjá Máli og menningu nýendurskoðaður Íslandsatlas, en hann hefur verið ófáanlegur frá árinu 2009.

Landið allt, frá hæstu tindum til annesja og eyja, er sýnt á 132 stórbrotnum kortum í mælikvarðanum 1:100 000. Örnefnum hefur fjölgað um 1000, í 44.000, og útlínur allra jökla endurteiknaðar eftir nýjustu gervitungla- og fjarkönnunargögnum. Markverðustu breytingarnar á Íslandi síðasta áratuginn hafa einmitt orðið á jöklum landsins, sem hafa hopað og framundan þeim hafa birst ný lón og sumsstaðar himinháir fossar.

Svona hefur enginn séð Ísland áður. Íslandsatlas Máls og menningar ætti að vera til á hverju menningarheimili.

INNskráning

Nýskráning