Nýjar raddir 2025

Forlagið efnir í áttunda skipti til handritasamkeppni undir heitinu Nýjar raddir.

Óskað er eftir handritum eftir höfunda sem ekki hafa gefið út fleiri en eitt prósaverk áður hjá atvinnuforlagi. Handritið skal vera á íslensku og einn samfelldur texti eða safn styttri texta og á lengd við nóvellu eða stutta skáldsögu (um 15.000 til 30.000 orð), ætlað fyrir fullorðna. Haft verður samband við vinningshafa þegar úrslit liggja fyrir en skýrt er opinberlega frá vinningshafa á útgáfudegi á árinu 2025.

Í dómnefnd sitja Silja Aðalsteinsdóttir, rithöfundur og ritstjóri, Atli Bollason bókmenntafræðingur og Elín Edda Pálsdóttir, verkefnastjóri hjá Forlaginu.

Handrit skulu send undir nafni höfundar ásamt kynningu á honum og fyrri ritstörfum á netfangið nyjarraddir@forlagid.is.

Skiladagur handrita er 2. desember 2024.

INNskráning

Nýskráning