Má ekki elska þig, ný skáldsaga eftir metsöluhöfundinn Jenny Downham, hefur vakið mikla athygli meðal lesenda og fengið afar góða dóma, nú síðast í Fréttatímanum 6. júlí þar sem Páll Baldvin Baldvinsson gaf henni fjórar stjörnur. Hann tekur svo til orða: „Flétta sögunnar nýju er vandlega hugsuð, skáldkonan hefur næman skilning á mannfólki í vanda og ræður yfir kunnáttu til að tjá hana í stóru og smáu.“
Sigrún Þöll, gagnrýnandi hjá Pjattrófunum, fjallaði einnig um bókina nýverið og gaf henni mjög góð meðmæli: „Ég mæli með þessari bók, hún er auðlesin, grípandi og hentar breiðum lesendahóp… á sannarlega heima í sumarbókaflórunni.“
Jenny Downham er íslenskum lesendum góðkunn en áður hefur komið út hér bók hennar Áður en ég dey sem hlaut fádæma góðar viðtökur og sat á metsölulista svo vikum skipti.