Kristín Ómarsdóttir er fimmtug í dag, mánudaginn 24. september, og óskar Forlagið henni innilega til hamingju með stórafmælið.
Kristín fagnar afmælinu eins og sannri skáldkonu sæmir, með útgáfu nýrrar skáldsögu. Bókin ber titilinn Milla og fjallar um tuttugu og eins árs gömla reykjavíkurmær og þrjár vikur í maí sem skipta sköpum í lífi hennar. Bókin er í senn létt og þung, glaðleg og sorgleg.