Blóð í snjónum

Ný bók eftir Nesbø í vikunni!

Nú geta aðdáendur hins geysivinsæla Jo Nesbø sannarlega tekið gleði sína því von er á glænýrri bók eftir kappann á fimmtudaginn. Bókin heitir Blóð í snjónum og er fyrsta bókin um söguhetjuna Ólaf.

Ólafur er leigumorðingi – og „afgreiðir“ aðallega fólk sem á það skilið. Líf hans er einmanalegt, því hvernig á maður eins og hann að geta átt eðlileg samskipti við aðra? Loks hittir hann draumadísina en vandamálin eru óyfirstíganleg: Hún er gift yfirmanni hans og sá hefur einmitt falið Ólafi að koma henni fyrir kattarnef.

Blóð í snjónum sýnir ótvírætt hvers vegna Jo Nesbø er einn vinsælasti glæpasagnahöfundur Norðurlanda. Hér afhjúpar hann heim umkomuleysis og hörku á nístandi hátt.

Bókin er kom út í Noregi í mars og er nú, aðeins tveimur mánuðum seinna, fáanleg á íslensku.

Njótið glæpsamlega vel!

INNskráning

Nýskráning