Bókin Tími nornarinnar eftir Árna Þórarinsson kom út í Svíþjóð í febrúar. Móttökurnar í Svíþjóð hafa ekki staðið á sér. Bókin hefur verið seld til Bonnier bókaklúbbsins sem mun ýta enn frekar undir sölu og útbreiðslu á bókinni, og af því tilefni hefur útgefandinn endurprentað upplag af bókinni.
Haxans tid, eins og bókin heitir á sænsku, er einnig strax komin efst á lista hjá AdLibris-netsölunni og nýlega birtist lofgrein um bókina skrifuð af engum öðrum en krimmakónginum Jan Arnald, sem skrifar bækur sínar undir skáldanafninu Arne Dahl.