Nanna Rögnvaldardóttir

Nönnumúffur!

Ný stórglæsileg bók er komin út eftir Nönnu Rögnvaldardóttur. Í bókinni má finna fjölda múffuuppskrifta, múffur í nestið, múffur í kvöldmat, múffur í veisluna. Múffur í hvert mál!

Í fyrsta kafla bókarinnar segir Nanna frá múffum og sögu þeirra á Íslandi. Hún útskýrir múffubaksturinn í smáatriðum þannig að hver sem er ætti að geta framkallað þessar dásemdir á diskinn sinn. Nanna gerir skýran greinarmun á múffum og bollakökum, bollakökur eru dísætar en múffur eru það sem maður getur „hugsað sér að borða með morgunkaffinu.“ Þar að auki geta múffur verið heil máltíð, meðlæti eða snarl á milli mála.

Stórskemmtileg og glæsileg bók úr smiðju Nönnu – sem klikkar ekki frekar en fyrri daginn.

INNskráning

Nýskráning