Múmín

Múmínálfarnir læra

Allir þekkja Múmínálfana en þessar vinsælu persónur úr smiðju finnsku listakonunnar Tove Jansson hafa nú fengið nýtt hlutverk. Múmínfjölskyldan er nefnilega býsna fróð og í nýjum harðspjaldabókum kenna þau yngstu lesendunum að þekkja litina.

Áður hafði komið út bók í sömu röð þar sem Múmínálfarnir kenna yngstu aðdáendunum orð. Hún hefur lengi verið uppseld en er nú loks komin aftur.

Bækurnar tvær henta múmínálfa-aðdáendum og litlum höndum frá 1 árs aldri en auk þeirra eru til hinar ýmsu Múmín-bækur fyrir fólk á öllum aldri en síðast var endurútgefin Hvað gerðist þá? í þýðingu Böðvars Guðmundssonar.

INNskráning

Nýskráning