Óskar Hrafn og þýsk kápumynd

Millarnir koma út í Þýskalandi

Bók Óskars Hrafns Þorvaldssonar, Martröð millana, kemur út í Þýskalandi í lok mánaðar. Martröð millanna er fyrsta bók Óskars Hrafns, hröð og harðsoðin spennusaga, beint úr íslensku andrúmslofti rétt fyrir hrun.

Óskar Hrafn hefur nefnilega unnið sem blaðamaður og fréttstjóri um árabil og var ötull við að flytja fréttir af útrásarvíkingum og öllu því sem gekk á í íslenskum fjármálaheimi í undanfara hrunsins haustið 2008. Það var því mikið velt fyrir sér hvað væri veruleiki og hvað væri skáldskapur þegar bókin kom út á Íslandi árið 2010.

INNskráning

Nýskráning