Næturóskin eftir Anne B. Ragde fékk fjórar stjörnur í dómi Páls Baldvins í Fréttatímanum. Páll Baldvin segir bókina vera merkilega viðbót við kvennabókmenntir enda „örugglega mörgum kærkomin í hispursleysi sínu.“ Páll Baldvin er hrifinn af Ragde, segir hana flinka, gamansama og glögga. Einnig hrósar hann þýðingu Hjalta Rögnvaldarsonar þar sem flæðandi stíll Ragde fær að njóta sín.
Næturóskin fjallar um einhleypa konu sem er sólgin í karlmenn og kynlíf en um leið hrædd við náin tengsl og svik. Þessi rótlausa nútímakona er alveg viss um að lífið sem hún lifir geti ekki orðið betra. En er það rétt?
Anna B. Ragde sló í gegn á Íslandi með bókum sínum um Neshovfjölskylduna: Berlínaraspirnar, Á grænum grundum og Kuðungakrabbarnir. Einnig varð bók hennar Arsinekturninn vinsæl hjá íslenskum lesendum.