Gourmand

Matreiðslubækur fá Gourmand tilnefningu

Fjórar matreiðslubækur Forlagsins eru tilnefndar til hinna alþjóðlegu Gourmand-verðlauna 2013 (Gourmand World Cookbook Awards).

Fagur fiskur, eftir Svein Kjartansson með myndum Áslaugar Snorradóttur, er tilnefnd í flokknum „Best Fish and Seafood Book“.

Kjúklingaréttir Nönnu, eftir Nönnu Rögnvaldardóttur, er tilnefnd í flokknum „Best Single Subject Cookbook“.

Plats faciles, cusine traditionnelle Islandaise, eftir Nönnu Rögnvaldardóttur, í franskri þýðingu Kristínar Jónsdóttur er tilnefnd í flokknum „Best Cookbook Translation“.

Lágkolvetnalífsstíllinn, eftir Gunnar Má Sigfússon, með myndum Örvars Halldórssonar, er tilnefnd í flokkunum „Best Health and Nutrition Book“ og „Best Cookbook Photography“.

Úrslit verða tilkynnt í Peking í maí á næsta ári.

Forlagið óskar höfundunum, og öllum þeim sem komu að gerð bókanna, hjartanlega til hamingju!

Hér má fræðast meira um Gourmand verðlaunin og tilnefningarnar

INNskráning

Nýskráning